A geothermal wonderland

The geothermal park in the heart of Hveragerði is a natural wonder and unique in the world – there are hardly many towns with bubbling hot springs in people’s back yards! Don’t miss the opportunity to explore this fascinating area of natural power, where you can soak your feet in a hot spring or enjoy a natural clay foot bath. The locals also bake their famous black bread in the steaming ground, giving it its unmistakable flavour. 

Following the large earthquake of May 2008 a new geothermal area appeared in the hillside above the town, where you will find several active hot springs. The tourist information office provides all information on the geothermal areas. 

Explore both areas with caution.

Heillandi hverasvæði

Hverasvæðið í hjarta bæjarins er einstakt á heimsvísu – enda varla margir bæir sem hafa yfir að ráða bullandi hverum í bakgarði íbúanna. Ekki missa af tækifærinu til að skoða þetta heillandi svæði, þar sem gestum gefst kostur á fótabaði í volgum hver eða náttúrulegu fótaleirbaði. 

Í kjölfar jarðskjálftans í maí 2008 myndaðist nýtt hverasvæði í hlíðinni ofan við bæinn þar sem nú eru nokkrir afar virkir hverir. Upplýsingamiðstöð ferðamanna veitir upplýsingar um bæði svæðin, en viðhafa skal aðgát þegar gengið er um þau.

A town in bloom

Hveragerði is conveniently located in the shelter of surrounding mountains, with the beautiful river Varmá creating a natural oasis in the middle of the town. 

The geothermal power so visible in Hveragerði was one of the main reasons for settlement in the area. The abundant natural hot water made Hveragerði a hotbed for greenhouse gardening and horticulture in Iceland for decades. Today, Hveragerði is no longer is the greenhouse capital of the country, but remains a town of gardens, greenery and horticulture. The two town festivals Blóm í bæ (“Flower town”) in June and Blómstrandi dagar (“Town in bloom”) in August pay tribute to the town’s floral heritage. 

Blómstrandi bær

Hveragerði kúrir í skjóli umkringjandi fjalla og áin Varmá setur sterkan svip á bæinn þar sem hún liðast eftir grænu landinu. 

Jarðhitinn sem setur mark sitt svo bersýnilega á Hveragerði var ein aðalástæða þess að þar myndaðist byggð. Náttúrulegar uppsprettur heits vatns gerðu að verkum að bærinn varð og var um árabil óopinber gróðurhúsahöfuðstaður landsins. Þó svo sé ekki lengur er Hveragerði enn bær blóma, garða og garðyrkju. Bæjarhátíðirnar tvær, Blóm í bæ í júní, og Blómstrandi dagar í Ágúst, bera glöggt merki um blómstrandi sögu Hveragerðis. 

 

Swimming pools 

The outdoor swimming pool in Laugaskarð, with its beautiful surroundings, was the largest swimming pool in the country for years. The swimming pool area also contains hot tubs, a Jacuzzi, natural steam bath and gym. The Laugaskarð swimming pool was voted Iceland’s best swimming pool in summer 2003.

The NLFÍ Spa and Medical Clinic has been devoted to healthy living since its inception. The Kjarnalundur Spa is open to the public in the afternoons and on weekends. It contains both indoor and outdoor swimming pools, hot tubs, Jacuzzi, sauna and steam bath. Mud baths and other treatments are also available. 

An hour's hike up the Reykjadalur valley will take you to a natural hot spring, perfectly suitable for a relaxing soak. An unforgettable experience in the middle of nature.

SUNDLAUGAR

Sundlaugin í Laugaskarði var um árabil stærsta sundlaug landsins og er óneitanlega staðsett í afar fögru umhverfi.  Í Laugaskarði eru líka heitir pottar, nuddpottur, náttúrulegt gufubað og líkamsræktarstöð. Sundlaugin í Laugaskarði var kosin besta sundlaug landsins sumarið 2003. 

Á Heilsustofnun Náttúrulækningsfélags Íslands er baðhúsið Kjarnalundur, sem er opinn almenningi í eftirmiðdaginn og um helgar. Í Kjarnalundi er bæði inni- og útilaug, heitir pottar, nuddpottur, eimbað og gufubað. Einnig er boðið upp á leirböð og ýmsar meðferðir. 

Heiti lækurinn í Reykjadal er í eingöngu klukkutíma göngufjarlægð frá Hveragerði. Bað í náttúrulegri laug í faðmi náttúrunnar er ógleymanleg upplifun.

GUFUDALSVÖLLUR 

Golfklúbbur Hveragerðis rekur níu holu golfvöll í Gufudal, rétt ofan við bæinn sjálfan.   

PLAY GOLF IN HVERAGERÐI

Play golf in Gufudalur valley right above the town, where The Hveragerði Golf Club operates an excellent nine-hole golf course. 

 

afþreying

activities

Upplýsingamiðstöð ferðamanna er til húsa í verslunarmiðstöðinni að Sunnumörk 2-4 og veitir allar upplýsingar um Hveragerði og Suðurland.

Fjölskyldufyrirtækið Iceland Activities í Hveragerði býður upp á fjölda ferða um nærumhverfið, suðurland og jafnvel inn á hálendi.

Í næsta nágrenni Hveragerðis eru tvær hestaleigur, Sólhestar og Eldhestar, sem bjóða ferðir við allra hæfi, allt frá einni klukkustund til nokkurra daga fyrir reyndari knapa.

Listasafn Árnesinga er staðsett að Austurmörk 21, og er aðgangur að safninu frír.  Safnið var tilnefnt til Eyrarrósarinnar 2015.

Í Hveragerði eru nokkrir veitingastaðir: veitingastaðurinn Varmá, veitingastaðurinn á Hótel Örk, veitingastaðurinn og kaffihúsið Kjöt og Kúnst, matsalur Náttúrulækningafélagsins sem býður upp á hlaðborð grænmetisrétta, veitingastaðurinn Hoflandsetrið, barinn og kaffihúsið Café Rose, Grillið hjá Möggu fyrir skyndibita og bakaríið Almar Bakarí. 

The Tourist Information Office is located in the shopping mall at Sunnumörk 2-4 and able to answer all your questions regarding Hveragerði and South Iceland.

The local Iceland Activities can take you biking hiking or surfing -or even deep into the Icelandic wilderness.

Two horse rentals, Sólhestar and Eldhestar located only a few kilometres from Hveragerði, offer various riding tours that range from one hour to several days.  A great opportunity to experience the unique Icelandic horse.

The Art Museum is located at Austurmörk 21, Hveragerði.  Access is free.

Hveragerði has several restaurants : Restaurant Varmá, the restaurant at Hotel Örk, Restaurant and Café Kjöt og Kúnst, the vegetarian cafeteria at HNLFÍ, the Hoflandssetrið restaurant, the café and bar at Café Rose, Grillið hjá Möggu for fast food and the bakery Almar Bakarí.